Fredrik Reinfeldt og Vibeke Krag taka sæti í stjórn Heimstaden AB

Ivar Tollefsen stjórnarformaður hlakkar til að vinna með nýjum stjórnarmönnum:


"Fredrik Reinsfelt á að baki tilkomumikinn feril í stjórnmálum og hefur, síðan hann hætti sem forsætisráðherra Svíþjóðar, haldið áfram að hafa sterka rödd í félagslegum og umhverfislegum málefnum. Hann passar fullkomlega inn í framtíðarsýn Heimstaden um að skapa vinaleg heimili og metnað okkar fyrir því að leggja okkar að mörkum til samfélagsins.


Vibeke Krag tekur með sér umfangsmikla fjármála- og leiðtogareynslu úr sterkum fyrirtækjum í iðnaði. Þar sem hún er dönsk, hefur hún mikilvæga tengingu við Danmörku, sem er stærsti markaður Heimstaden. Ég hlakka til að starfa með þeim báðum í stjórn Heimstaden"


Nýir stjórnarmenn

Fredrik Reinfeldt er reyndur stjórnmálamaður sem leiddi sænska stjórnmálaflokkinn Moderaterna í 12 ár og sat í embætti forsætisráðherra Svíþjóðar í átta ár. Síðan hann lauk stjórnmálaferli sínum árið 2015, hefur hann setið sem formaður stjórnar Centrum för AMP og Extractive Industries Transparency Initiative sem og ráðgjafi fyrir Nordica Capital og Bank of America Merrill Lynch.

 

“Tilkomumikill vöxtur Heimstaden, sem og skýr gildi þeirra, "Care, Dare og Share", sígræn framtíðarsýn og skuldbinding til samfélagsins, gerir þetta að einstöku tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í Svíþjóð og víðar í Evrópu. Ég er fullur eftirvæntingar að taka þátt í í frekari þróun félagsins,” segir Fredrik Reinfeldt.

Vibeke Krag er hæf viðskiptakona með víðtæka reynslu úr forstjóra- og stjórnarstörfum frá stórfyrirtækjum í fjármála-, trygginga- og orkugeirunum, svo sem Codan A/S, Gjensidige Forsikring ASA, Nykredit A/S og dönsku Samkeppnis- og neytendastofnuninni.


“Ég hlakka mikið til að taka sæti í stjórn. Í sjö löndum eiga 250.000 manns heimili sitt í íbúðum Hemstaden og því fylgir mikil ábyrgð. Með metnað um frekari vöxt, heldur Heimstaden áfram vegferð sinni sem flaggskip evrópskra fasteignafélaga," sagði Vibeke Krag.


Eftir aðalfundinn 8. apríl 2021, mun stjórn félagsins samanstanda af Ivar Tollefsen (formaður), John Giverholt, Fredrik Reinfeldt and Vibeke Krag. Nýju stjórnarmennirnir munu taka við af Patrik Hall og Magnus Nordholm, sem munu halda áfram sem forstjóri og varaforstjóri Heimstaden.


“Nýja stjórnin, ásamt framkvæmdastjórn félagsins gerir okkur vel í stakk búin til að ná metnaðarfullum markmiðum Heimstaden og bjóða vinaleg heimili í sjö Evrópulöndum", segir Ivar Tollefsen að lokum.


Frekari upplýsingar veitir:
Christian V. Dreyer, CCO
+47 907 24 999
christian.dreyer@heimstaden.com