Tilkynningar vegna Covid-19

Fréttatilkynning: Heimavellir hf. 24. mars 2020 (English translation below)

Heimavellir munu bjóða upp á greiðsluúrræði fyrir leigutaka sem verða fyrir tímabundnum tekjumissi vegna  COVID-19

Heimavellir hafa ákveðið að koma til móts við þá leigjendur sem lenda í erfiðleikum með að standa skil á greiðslu húsaleigu á næstu mánuðum.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þeir sem verða atvinnulausir, eða þurfa að taka á sig skert starfshlutfall, geta sótt um greiðslufrest  á hluta húsaleigu sem jafngildir sömu krónutölulækkun og ráðstöfunartekjur leigutaka lækka vegna breytingu á atvinnuhögum hans. Greiðslufresturinn getur varað í allt að 6 mánuði og verður að hámarki 50% af húsaleigu hvers mánaðar frestað. Eftirstöðvum leigunnar verður hægt að dreifa yfir allt að 24 mánaða tímabil að 6 mánaða greiðslufrestinum liðnum. Lengd greiðslufrestarins og endurgreiðslutími leigunnar byggir á gildistíma gildandi leigusamnings á þeim tíma sem gengið er frá greiðslufrestinum.

Þetta úrræði býðst öllum leigjendum sem uppfylla þau skilyrði sem verða nánar tilgreind á heimasíðu Heimavalla. Á næstu dögum mun sérstakt svæði á heimasíðu félagsins (www.heimavellir.is) opna þar sem fjallað verður nánar um úrræðið og fyrirkomulag  þess ásamt því að hægt verður að sækja um greiðslufrest á leigu.

Úrræðin eru unnin í samstarfi við verkalýðshreyfinguna enda gríðarlega mikil­vægt að standa vörð um hús­næðisöryggi og framfærsluöryggi fólks á óvissu­tím­um eins og þeim sem nú ganga yfir þjóðina.

Hér má finna tengil á yfirlýsinguna í heild: https://www.heimavellir.is/is/covid-19

 -- English Translation--

*Should there be discrepancy between the english translation and the icelandic text, the latter prevails.

Announcement: Heimavellir hf

March 24th, 2020

Heimavellir will offer a payment plan option for lessees who suffer a temporary loss of income due to COVID-19

Heimavellir have decided to assist those lessees that struggle to pay rent for the next months.

The arrangement is that those lessees that become unemployed, or have their employment rate decreased, can apply for a payment deferment on the portion of their rent that equates to the same salary decrease in krónas. The deference can last for up to 6 months and will be for 50% of the monthly rent at maximum. Lessees will be able to distribute the repayment of the deferred payments over a period of 24 months after the 6 months deferred payment period is over. The length and duration of the payment deferment and the repayment period is based on the durational period of the active lease contract at the time when the payment deferment plan is set up.

This payment plan option will be available to all tenants that fulfill the requirements and conditions that will be further detailed on Heimavellir’s website. In the next few days, a specific site of the company’s website, www.heimavellir.is, will be opened where this option and its implementation will be defined and where lessees will be able to apply for a payment deferment on their rent.
This payment plan option is developed in cooperation with trade and workers’ unions, as it is extremely important to safeguard and protect the housing and subsistence security of persons in times like the ones that the nation is now enduring.

Ragnar Þór Ingólfsson, the Chairman of VR and the Chairman of ASÍ's housing committee:
„Heimavellir’s option is a cause for celebration and I hope that more rental companies will follow suit after Heimavellir’s announcement.“

Arnar Gauti Reynisson, CEO:
„Heimavellir are very focused on lessees' housing security. We believe that this option is important so as to support our tenants in the next months and ensure safe housing for them“

 --------------------------- 

Eldri tilkynningar

Lokun skrifstofu

Kæru viðskiptavinir,
Í ljósi nýjustu frétta er varða samkomubann í landinu frá og með 16. mars n.k. verður skrifstofa Heimavalla lokuð tímabundið á meðan ástandið gengur yfir. Við verðum að sjálfsögðu með símsvörun í síma 517-3440 og einnig er hægt að senda erindi og fyrirspurnir á heimavellir@heimavellir.is.

Leigusamningar til undirritunar verða sendir í pósti.

 

Dear customers,
Due to the circumstances regarding the corona virus and prohibition of mass gathering that will take place from the 16th of March, Heimavellir would like to inform that the office will be closed temporarily while this situation lasts. You can call the office at 517-3440 or send us inquiries and requests at heimavellir@heimavellir.is.

Lease agreements for signatures will be sent via mail.