Leigutrygging

English version below

Heimstaden býður leigutryggingu í samstarfi við Sjóvá. Með því að kaupa Leigutryggingu losna leigutakar við að taka yfirdráttarlán í banka eða binda fé í fyrirframgreiðslu. Leigjandi getur lagt fram leigutryggingu og innheimta Heimavellir iðgjaldið.

Iðgjald leigutryggingar tekur mið af leiguupphæð og er sem hér segir:

 

 Leiga á mánuði Iðgjald á mánuði
 0 - 99.000  3.990
 100.000 - 199.000  4.990
 200.000 - 299.000  5.490
 300.000 - 399.000  6.990

Leigutryggingin bætir sömu tjón og aðrar tryggingar sem lagðar eru fram með leigusamningi sbr. húsaleigulög. Komi til þess að leigutaki greiði ekki iðgjald tryggingarinnar og tryggingin þannig felld niður er komin upp vanefnd skv. leigusamningnum.

Hvenær er trygging endurgreidd eftir að leigusambandi lýkur?

Hafi leigutaki lagt fram tryggingu í formi innleggs á reikning Heimstaden er tryggingin greidd út þegar útskoðun hefur farið fram og búið er að ganga úr skugga um að eignin sé í því ástandi sem hún á að vera í, að engin vanskil séu á leigugreiðslum og að búið sé að aflýsa leigusamningi af fasteign.

Hvaða tryggingu þarf ég að leggja fram?

Áður en skrifað er undir leigusamning þarf umsækjandi að útvega tryggingu sem nemur 3 mánaða leigu. Tryggingin getur verið í formi banka ábyrðar eða að tryggingin er lögð inn á reikning Heimstaden.
Heimstaden býður leigjendum einnig leigutryggingu í samstarfi við Sjóvá. Með því að kaupa Leigutryggingu losna leigutakar við að taka yfirdráttarlán í banka eða binda fé í fyrirframgreiðslu.

Greiðsluskilmálar

Sé leigutaki ekki með leigutryggingu Sjóvá þarf að greiða tryggingarfé á reikning leigusala eða skila inn bankaábyrgð sem nemur samtals þriggja mánaða leigu, áður en skrifað er undir leigusamning og eignin afhent.

Leigu skal ávallt greiða fyrsta dag hvers mánaðar.
Leiguverð er endurskoðað á 11 mánaða fresti þegar um ótímabundinn samning er að ræða.

Persónuverndarfyrirvari vegna leigutryggingar

Vátryggjandi leigutryggingar er Sjóvá-Almennar tryggingar hf (Sjóvá). Til að unnt sé að gefa út vátrygginguna og afgreiða tjónabætur er nauðsynlegt að Heimstaden rekstur ehf. sendi Sjóvá tilteknar upplýsingar um leigutaka við upphaf samningsins og ef til tjóns kemur. Upplýsingarnar sem um ræðir eru þær persónuupplýsingar sem fram koma í umsókn þessari auk afrits af skoðunarskýrslu vegna tjóns á íbúð og/eða greiðsluseðla og skjala úr innheimtuferli vegna vanskila.

Heimstaden rekstur ehf. fylgja persónuverndarstefnu Heimstaden.
Vinnsla Sjóvár getur farið fram af hálfu starfsmanna, ekki einungis vegna vinnslu þessarar umsóknar heldur einnig síðar við vátryggingatöku og/eða tjónavinnslu.

Skilmála tryggingarinnar má nálgast hér

Ég hef kynnt mér ofangreint, sem og persónuverndarstefnu Heimstaden og samþykki að Heimstaden rekstur ehf. afhendi Sjóvá ofangreind gögn.

 

 

Rental deposit insurance from Sjóvá

Before a contract can be signed, the applicant must provide a security equal to three months rental payments. Please choose which option you would like to provide:

  • Security deposit to Heimstaden's account
  • Rental deposit insurance from Sjóvá [further details if checked]
  • Bank guarantee

Heimstaden offer security deposit insurance in partnership with Sjóvá. By purchasing security deposit insurance, the tenant does not need to provide cash for a security deposit or get an overdraft from it‘s bank or financial institution to cover the security deposit.
Insurance premiums are based on the rental price and are as follows:

Monthly rental price (ISK)Monthly premium (ISK)
 0 - 99.000  3.990
 100.000 - 199.000  4.990
 200.000 - 299.000  5.490
 300.000 - 399.000  6.990

Security deposit insurance covers the same damages and losses as other forms of security provided for the rental contract, as per law no. 36/1994 on Residential Leases. Should the tenant fail to pay a premium and the insurance becomes void, he/she will have breached the terms of the lease contract.

When is the security deposit repaid after the rental period is over?

If the tenant has provided a security deposit by cash transfer, the deposit is repaid once the apartment has been inspected and returned in the appropriate state, no rental payment defaults are outstanding, and the lease contract has been deregistered with the District Magistrate (ísl. Sýslumaðurinn).

What security do I need to provide?

Before a rental contract can be signed, the applicant must provide a security in the amount of three-months’ worth of rental payments. The security can be in the form of a bank guarantee or a security deposit.

Heimstaden now offers its applicants the option of a rental deposit insurance from Sjóvá. By buying rental deposit insurance, applicants do not need to provide the whole sum by deposit or bank guarantee.

Payment terms

If applicants do not have rental deposit insurance, they must provide either a bank guarantee or a security deposit in the amount of three-months’ worth of rental payments, before a rental contract can be signed and the apartment handed over.

Rental payments are due on the first of every month.

In the case of indefinite contracts, the rental price is up for review every 11 months.

Privacy disclaimer regarding rental deposit insurance

The insurer for rental deposit insurance is Sjóvá-Almennar tryggingar hf (Sjóvá). For the rental deposit insurance to be given out and possible compensation to be awarded, Heimstaden rekstur ehf. must send Sjóvá the pertinent information regarding the tenant, at the beginning of the rental period and when and if compensation is requested. The information sent to Sjóvá is the applicants personal information provided in the application, a copy of the inspection report in the case of damages to the property and/or bills, claims and other documents regarding bill collection and payment defaults.
Heimstaden rekstur ehf. operate within Heimstaden privacy policy.

Processing of the information by Sjóvá can be by employees of Sjóvá, in processing this application, the initial contract with Sjóva and in processing claims.

I have read and reviewed the aforementioned information, as well as Heimstaden's privacy policy and consent to Heimstaden rekstur ehf. sharing the aforementioned information with Sjóvá.