Greiðslufrestur vegna Covid-19

Fréttatilkynning vegna COVID-19 – Announcement

Umsókn um greiðslufrest á hluta af leigugjaldi

Þann 24. mars 2020 tilkynnti Heimstaden að félagið hygðist bjóða leigutökum, sem uppfylltu þar til gerð skilyrði, greiðslufrest á hluta leigugreiðslna í allt að 6 mánuði.

Greiðslufrestur vegna Covid-19

Heimstaden bjóða leigutökum sem verða fyrir atvinnumissi eða minnkuðu starfshlutfalli, vegna COVID-19 veirunnar, eftir 1.apríl 2020 (fyrsti mögulegi gjalddagi með greiðslufresti er 1. maí nk.)að fresta hluta leigugreiðslna í allt að 6 mánuði.

Greiðslufrestur í hverjum mánuði miðast við krónutölu lækkun tekna leigutaka (eftir skatt) og getur að hámarki orðið 50% af mánaðarleigu leigutakans. Ef leigjandi greiðir t.d. 200.000 kr. á mánuði í leigu skv. gildandi leigusamningi getur hann að hámarki fengið 100.000 kr. frestun á leigugreiðslu hvers mánaðar í að hámarki 6 mánuði.

Um er að ræða tímabundið úrræði sem stendur leigutökum Heimavalla til boða til og með 1. júní 2020.

Eingöngu leigutakar sem eru í skilum við Heimavelli og með gilda tryggingu eða bankaábyrgð fyrir leigusamningnum geta sótt um úrræðið. Ef trygging fellur úr gildi á meðan á greiðslufrestinum stendur eða á gildistíma leigusamningsins fellur samkomulagið um greiðslufrest úr gildi sem og leigusamningurinn.

Minnkað starfshlutfall

Leigutaki sem verður fyrir minnkuðu starfshlutfalli og hefur fengið samþykktar greiðslur frá Vinnumálastofnun getur sótt um að fresta hluta mánaðarlegrar leigu sinnar í að hámarki 6 mánuði. Leigutaki sem fellur undir þennan hluta úrræðisins mun þá þurfa að leggja inn umsókn á heimasíðu Heimavalla og með umsókninni þurfa að fylgja neðangreind gögn:

 • Staðfestingu Vinnumálastofnunar um að umsókn umsækjanda um greiðslu vegna minnkaðs starfshlutfalls hafi verið samþykkt.

 • Gögn sem sýna fram á hver krónutölulækkun leigutaka verður vegna minnkaða starfshlutfallsins og hvenær minnkað starfshlutfall tekur gildi – t.d. með staðfestingu frá vinnuveitanda

 • Hafi umsókn leigutaka ekki verið samþykkt hjá Vinnumálastofnun og er einungis í vinnslu þar, þarf að leggja fram staðfestingu frá Vinnumálastofnun um að umsóknin sé í vinnslu auk fylgigagna umsóknarinnar til Vinnumálastofnunar.

 • Önnur gögn sem Heimstaden telja nauðsynleg til að staðfesta tekuskerðingu umsækjanda.

Atvinnumissir

Leigutaki sem verður fyrir atvinnumissi og hefur fengið samþykktar greiðslur frá Vinnumálastofnun getur sótt um að fresta hluta mánaðarlegrar leigu sinnar í að hámarki 6 mánuði. Leigutaki sem fellur undir þennan hluta úrræðisins mun þá þurfa að leggja inn umsókn á vef Heimavalla og með umsókninni þurfa að fylgja neðangreind gögn:

 • Umsækjandi leggur fram staðfestingu Vinnumálastofnunar um að umsókn umsækjanda um greiðslu atvinnuleysisbóta hafi verið samþykkt.

 • Gögn sem sýna fram á hver krónutölulækkun leigutaka verður vegna þess að hann þiggur ekki lengur laun heldur atvinnuleysisbætur og hvenær uppsagnarfrestur sé liðinn – t.d. staðfesting frá fyrrum vinnuveitanda eða framlagning síðasta launaseðils.

 • Hafi umsókn leigutaka ekki verið samþykkt hjá Vinnumálastofnun og er einungis í vinnslu þar, þarf að leggja fram staðfestingu frá Vinnumálastofnun um að umsóknin sé í vinnslu auk fylgigagna umsóknarinnar til Vinnumálastofnunar.

 • Önnur gögn sem Heimstaden telja nauðsynleg til að staðfesta tekuskerðingu umsækjanda.

Kostnaður

Heimstaden munu ekki innheimta neinn kostnað vegna úrræðisins, þ.m.t. einhvern umsýslukostnað. Þá munu vextir ekki verða lagðir á þá fjárhæð sem frestað er.

Komi til vanskila á endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem frestað er, eða þeirra lækkuðu leigugreiðslna sem skylt er að greiða, munu dráttarvextir og innheimtukostnaður leggjast á eftirstöðvarnar nema að samið verði um breyttan endurgreiðsluferil.

Endurgreiðsla frestaðrar leigu

Að þeim tíma loknum sem greiðslufresturinn stendur yfir hækkar leigan sjálfkrafa aftur upp í upphaflegu leiguna (m.t.t. vísitölubreytinga frá undirritun upphaflega leigusamningsins). Samanlögð fjárhæð þeirra leigugreiðslna sem frestað var munu skiptast í 24 jafnar greiðslur sem skulu leggjast við mánaðarleigu næstu 2 ár.

Heimilt er að dreifa frestuðum greiðslum yfir á nýja leigusamninga hjá Heimavöllum. Ef leigutíma lýkur innan 24 mánaða frá lokum greiðslufrests munu eftirstöðvar hinna frestuðu leigugreiðslna greiðast að fullu við skil íbúðar.

   Dæmi 1:

Mánaðarleiga er 100.000 kr. Leigutaki fær leigu lækkaða um 50.000 kr. á mánuði í 6 mánuði.

Leigusamningurinn var upphaflega til 12 mánaða, en frá og með 3ja mánuði leigusamningsins fékk leigutaki frestun sem varði í 6 mánuði og er því hámarks fjárhæð sem frestað er 300.000 kr.

9 mánuðir eru þá liðnir af leigusamningnum og 3 eftir.

Verði ekki um annað samið, þá hækkar leigan að greiðslufrests tímabilinu liðnu um 50.000 kr. (sem er fjárhæðin sem var frestað, mánaðarlega í 6 mánuði) auk 12.500 kr. (300.000 kr. deilt með 24 mánuðum sem eru þá 12.500 kr. í hverjum mánuði) þannig að uppfærð leiga verður 112.500 kr.- auk neysluvísitölu álags. Eftir greiðslufrest mun mánaðarleiga því vera 112.500 kr. auk vísitöluhækkunar.

Ákveði leigutaki að skila af sér íbúðinni að þremur mánuðum liðnum, þ.e. ef hann framlengir ekki leigusamningnum, og að því gefnu að leigutakinn sé í skilum með aðrar leigugreiðslur, þá hefur viðkomandi greitt 3 mánuði af 24 af 300.000 kr. greiðslufresti þ.e. 37.500 kr. Eftir standa því 262.500 kr. sem Heimstaden geta þá dregið af fyrirliggjandi tryggingu leigutakans ef sú fjárhæð er ekki greidd beint til Heimavalla.

   Dæmi 2:

Leigutaki fær leigu lækkaða um 50.000 kr. á mánuði í 5 mánuði. Leigusamningurinn var upphaflega til 12 mánaða, en frá og með 7. mánuði leigusamningsins fékk leigutaki frestun út leigutímann (enda ekki nema 5 mánuðir eftir af samningnum). Fjárhæð þeirra greiðslna sem frestað er nemur því alls 250.000 kr. Ákveði leigutaki að leigutíma loknum að gera ekki nýjan leigusamning, þ.e. hann hyggst skila íbúðinni til Heimavalla, og hafi leigutaki staðið skil á öllum öðrum leigugreiðslun þá getur leigutakinn annaðhvort greitt Heimavöllum 250.000 kr.- eða Heimstaden dregið þá upphæð frá tryggingafjárhæð leigutakans.

   Dæmi 3 – Vanskil á endurgreiðslu:

Verði vanskil á endurgreiðslum frestaðra leigugreiðslna telst slíkt vera veruleg vanefnd á leigugreiðslum er veiti Heimavöllum heimild til að segja upp leigusamningi aðila, hvort heldur sem um er að ræða upphaflegan leigusamning eða endurnýjaðan leigusamning.

Skjalafrágangur

Fáist umsókn leigutaka um frestaðar leigugreiðslur samþykkt, að hluta eða fullu, verður leigutaka sendur viðauki við gildandi leigusamning. Viðaukinn verður sendur rafrænt og undirritun verður einnig rafræn.

Viðaukinn um frestun skal taka gildi þegar aðili sem tryggir leigusamninginn, t.d. Sjóvá, Leiguvernd, Leiguskjól, banki er veiti bankaábyrgð, eða leigutaki sjálfur staðfestir heimild til að ráðstafa fyrirliggjandi tryggingu til að greiða fjárhæð greiðslufrestunarinnar.

Heimild til að afla upplýsinga

Leigutaki sem sækir um greiðslufrestun veitir Heimavöllum heimild til að kalla eftir upplýsingum eða staðfestingum frá Vinnumálastofnun, eða öðrum opinberum aðilum, hvenær sem er á meðan á gildistíma greiðslufrestunarinnar stendur (og eins oft og Heimstaden telja nauðsynlegt) um að leigutakinn sé ennþá að þiggja greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls eða atvinnuleysisbætur.

 

Frekari spurningar má senda á greidslufrestur@Heimstaden.is

 

Application for delay of partial amount of monthly rental fee

On March 24th, 2020, Heimstaden announced that the company intends to offer lessees, that fulfill the applicable requirements, a rental fee payment delay for up to 6 months.

Rental payment delay

Heimstaden offer lessees that become unemployed or have their employment rate decreased, because of the COVID-19 virus, after April 1st., 2020 (first possible day to delay payment will be the 1.st of may 2020) to delay payments of partial amounts of their rental fees for up to 6 months.

Payment delay for each month can at maximum be 50% of the lessee’s monthly rental fee. For example, if the lessee pays a rental fee of ISK 200.000 pr. month as per their active lease contract, the applicant can at maximum get ISK 100.000 of their rental fee delayed each month for up to six months.

The payment delay option is temporary and is available to Heimstaden tenants up until and including on June 1st, 2020.

Only lessees whose payments are up to date, who are not in arrears with their lease payments and have a valid security for their lease can apply for the payment delay option. If their security becomes invalid or inactive during the payment delay period or during the active time period of the rental contract, then the payment delay agreement becomes invalid, as well as the lease agreement.

Reduced employment rate

A lessee whose employment rate is reduced and has been accepted for payments from Vinnumálastofnun (Directorate of Labour) can apply to delay a partial amount of their rental fee for up to 6 months at maximum. A lessee who fulfills these conditions of the payment delay option must apply for the option on Heimstaden’s website and attach the following documents:

 • Confirmation from Vinnumálastofnun (Directorate of Labour) that the applicant’s application for payments due to a reduced employment rate has been accepted.
 • Documents that detail the lessee’s decrease in income in ISK amount due to the reduced employment rate and when the decreased employment rate take effect – for example, a confirmation of these details from the lessee’s employer.
 • If the lessee’s application has not yet been accepted by Vinnumálastofnun (Directorate of Labour), and is still under review, then the lessee has to turn in a confirmation from Vinnumálastofnun (directorate of Labour) confirming that the lessee’s application is under review as well as the documents accompanying the lessee’s application to Vinnumálastofnun (Directorate of Labour).
 • Other documents that Heimstaden ask for in addition.

Unemployment

A lessee who becomes unemployed and has been accepted for payments from Vinnumálastofnun (Directorate of Labour) can apply to delay a partial amount of their rental fee for up to six months at maximum. A lessee who fulfills these conditions of the payment delay option must apply for the option on Heimstaden’s website and attach the following documents:

 • Confirmation from Vinnumálastofnun (Directorate of Labour) that the applicant’s application for payments due to unemployment has been accepted.
 • Documents that detail the lessee’s decrease in income in ISK amount due to him or her no longer receiving salary but instead receiving unemployment benefits and when their termination notice period ends – for example a confirmation from their former employer or their last paycheck.
 • If the lessee’s application has not yet been accepted by Vinnumálastofnun (Directorate of Labour), and is still under review, then the lessee has to turn in a confirmation from Vinnumálastofnun (directorate of Labour) confirming that the lessee’s application is under review as well as the documents accompanying the lessee’s application to Vinnumálastofnun (Directorate of Labour).
 • Other documents that Heimstaden ask for in addition.

Fees and costs

Heimstaden will not be collecting payment of fees or costs due to the payment delay option, including any administrative costs. Interest rates will not be applied to the delayed rental fee payments.

Should repayment of the delayed payments, or the reduced current rental fee payments, fall into arrears, then late-payment interests and collection fees will be added to the payments that are in arrears, unless a differing repayment plan has been specifically agreed upon.

Repayment of delayed rental fee payments

At the end of the payment delay period, the monthly rental fee will automatically revert to its original amount (including index changes applicable from the beginning of the contract). The total amount of delayed payments will be divided into 24 even repayments that will be added to the monthly rent for the following 2 years.

Repayment of delayed payments may be distributed over the time period of new lease agreements made with Heimstaden. If the lessee’s lease period ends within 24 months of the end of the payment delay option, then the remainder of the repayment amount will be payable at the end of the lease when the leased property is returned to Heimstaden.

   Example 1:

Monthly rental fee is ISK 100.000. The lessee gets their rental fee reduced by ISK 50.000 a month for 6 months.

The lease agreement was originally for a period of 12 months, but during and including the third month of the agreement, the lessee was authorized for payment delay for 6 months and as such the maximum total delayed payment amount is ISK 300.000.

9 months of the lease agreement have then passed, and 3 months remain.

Unless otherwise agreed upon, the rental fee at the end of the payment delay period increases by ISK 50.000 (the delayed amount, delayed monthly for six months) as well as increasing by ISK 12.500 (ISK 300.000 divided by 24 months, for a total of ISK 12.500 monthly) so that the updated monthly rental payments become ISK 112.500 plus the consumer price index changes since the beginning of the contract. After the delayed payment period, the monthly rental payments will then be ISK 112.500 plus the consumer price index changes.

If the lessee decides to return the apartment to Heimstaden at the end of the three months, i.e. the lessee does not renew or extend his lease with Heimstaden, and assuming that the lessee is not in arrears with other rental payments, then the lessee has repaid 3 months of the 24 months of the ISK 300.000 delayed payments, or ISK 37.500. The remainder of the repayments is then ISK 262.500 that Heimstaden can deduct from the lessee’s lease security if payment of the remaining amount is not made directly to Heimstaden.

   Example 2:

A lessee gets their rental fee reduced by ISK 50.000 a month for 5 months. The lease agreement was originally for a period of 12 months, but during and including the 7th month of the lease, the lessee was authorized for payment delay for the remainder of the lease period (as only 5 months remain of the agreement‘s lease period). The total delayed payments then amount to ISK 250.000. If the lessee decides not to renew or extend their lease with Heimstaden and to return the leased property at the end of the lease agreement, and the lessee is not in arrears with any other rental payments, then the lessee can either pay Heimstaden the remaining ISK 250.000 directly or Heimstaden can deduct that amount from the lessee‘s security.

   Example 3 – Repayments in arrears:

Should repayment of delayed rental payments fall into arrears, it is considered a significant default on rental payments and provides Heimstaden the authorization to terminate the lease agreement between the two parties, whether in the case of the original agreement or a renewed agreement.

Documentation and record-keeping

If a lessee’s application for delayed payments is approved, fully or partially, then the lessee will be sent an addendum to their active lease agreement. The addendum will be sent electronically and signed electronically as well.

The addendum regarding the payment delay will become active when the entity that guarantees the lessee’s security, for example Sjóvá, Leiguvernd, Leiguskjól, the bank that provides the guarantee or the lessee himself, confirms authorization to allocate the existing security towards repayment of the delayed payments amount.

Authorization to collect information

A lessee that applies for payment delay authorizes Heimstaden to request and collect information and confirmations from Vinnumálastofnun (Directorate of Labour), and/or other government agencies, at any time while the time period of the payment delay is active (and as often as Heimstaden deem necessary) regarding whether the lessee is still receiving payments due to a reduced employment rate or unemployment.

Further questions can be sent to greidslufrestur@Heimstaden.is

 

Disclaimer: This is a translation of the original Icelandic text. In case of any discrepancies between the translation and the original text in Icelandic, the original Icelandic text prevails.

Sækja um greiðslufrest