Algengar spurningar

Hvar sé ég hvaða eignir eru lausar til leigu?

Allar eignir sem lausar eru til leigu hverju sinni eru auglýstar á heimasíðu okkar, www.Heimstaden.is

Hvernig sæki ég um íbúð?

Undir „íbúðir til leigu“ á heimasíðu okkar er hægt að sjá allar eignir sem lausar eru til leigu. Með því að velja þá eign sem viðkomandi hefur áhuga á og velja „sækja um fasteign“, er hægt að fylla út umsóknareyðublað og senda inn.

Hvenær fæ ég svar við umsókn?

Öllum umsóknum er svarað á tölvupósti innan fárra daga.

Get ég skráð mig á biðlista?

Heimstaden eru með Eignavakt, þar sem hægt er að skrá sig og hvernig íbúð óskað er eftir. Þegar sambærileg íbúð fer í auglýsingu, fær viðkomandi tilkynningu um það á tölvupósti.

Hvað felst í staðfestingar- og umsýslugjaldi?

Þegar tilvonandi leigutaki hefur ákveðið að taka eignina á leigu, þarf að greiða staðfestingar- og umsýslugjald, samtals 30.000 kr. Staðfestingar- og umsýslugjald er gjald fyrir ástandsskýrslu sem gerð er bæði við innskoðun og útskoðun á eign sem og annar kostnaður, t.d vegna skjalagerðar. Ef viðkomandi hættir við að leigja eignina, er gjaldið ekki endurgreiðanlegt.

Eru gæludýr leyfð í eignum Heimavalla?

Almennt séð eru gæludýr ekki leyfð í eignum Heimavalla. Það eru þó nokkur hús sem leyfa gæludýr og er það þá sérstaklega tekið fram í auglýsingum.

Ef eitthvað bilar í eigninni, hvert á ég að snúa mér?

Senda skal póst á Heimstaden@Heimstaden.is með upplýsingum um það sem þarf að láta athuga, nafn leigutaka, heimilisfang og símanúmer.

Hvernig endurnýja ég leigusamning?

Heimstaden senda út tölvupóst til leigutaka um 2-3 mánuðum áður en að leigusamningur rennur út, þar sem leigutaki fær boð um að endurnýja samning sinn.

Hvernig segi ég upp leigusamningi?

Senda þarf skriflega uppsögn á Heimstaden@Heimstaden.is með upplýsingum um nafn og kennitölu og eignina sem um ræðir. Taka skal fram hvenær leigutaki óskar eftir að skila eigninni.

Hvenær er trygging endurgreidd eftir að leigusambandi lýkur?

Trygging er greidd út þegar útskoðun hefur farið fram og búið er að ganga úr skugga um að eignin sé í því ástandi sem hún á að vera í, að engin vanskil séu á leigugreiðslum og að búið sé að aflýsa leigusamningi af fasteign.

Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn um leiguíbúð?

Skila þarf inn lánshæfismati frá Credit Info (www.creditinfo.is) og sakavottorði frá Sýslumanni.