Fyrirvari um persónugreinanleg gögn og upplýsingar

Hugtakið „ábyrgðaraðili“ í fyrirvara þessum er samheiti fyrir Heimstaden hf og öll dótturfyrirtæki þess ásamt starfsmönnum þeirra fyrirtækja.

Hugtakið „umsækjandi“ í fyrirvara þessum er sá aðili sem að hefur áhuga á að sækja um og leigja íbúð hjá ábyrgðaraðila. Réttaráhrif fyrirvara þessa gilda bæði um þann tíma sem umsækjandi sækir um íbúð til útleigu og, ef til þess kemur, á meðan að umsækjandi á í leigusambandi við ábyrgðaraðila.

Umsækjandi samþykkir neðangreint:

  1. Að afhenda ábyrgðaraðila sakavottorð og lánshæfismat frá Creditfino til skoðunar, geymslu og flokkunar í tengslum við umsókn umsækjanda um íbúð sem ábyrgðaraðili á og hyggst leigja út.
  2. Að ábyrgðaraðili hafi heimild til að fletta umsækjanda upp á vanskilaskrá Creditinfo (www.creditinfo.is) og geyma þær upplýsingar á sama máta og ofangreind gögn.
  3. Að ábyrgðaraðili taki við staðfestingu frá fjármálastofnunum þar sem staðfest er að umsækjandi sé kominn með tryggingu í samræmi við leigusamning vegna íbúðar sem ábyrgðaraðili hyggst leigja út til umsækjanda.
  4. Að ábyrgðaraðili geymi öll samskipti (þ.á.m. tölvupóstsamskipti, bréfleg samskipti, og önnur samskipti sem ástæða er til að geyma).
  5. Að þurfi ábyrgðaraðili að setja skuld vegna leigusamnings umsækjanda í innheimtu sé honum heimilt að senda öll gögn er varða málið til þess aðila sem mun sjá um innheimtuna fyrir ábyrgðaraðila (sama gildir um það ef ábyrgðaraðili leggur fram bótakröfu vegna munatjóns).
  6. Að ábyrgðaraðila sé frjálst að geyma þau gögn og upplýsingar sem tilgreind eru í lið a-g í allt að 4 ár frá því að þau gögn voru afhent ábyrgðaraðila en hafi leigusamband komist á er ábyrgðaraðila heimilt að geyma framangreind gögn í allt að 4 ár frá því að ábyrgðaraðili hefur tekið við umráðum íbúðarinnar.
  7. Að komi til þess að umsækjandi afturkalli samþykki sitt á vinnslu á meðan á leigusambandinu stendur sé ábyrgðaraðila heimilt að geyma öll skjöl og upplýsingar sem leigutaki hefur lagt fram fram að afturkölluninni í samræmi við ofangreint.
  8. Að komi til þess að umsækjandi hafi afturkallað samþykki sitt á meðan á leigutíma stendur og hann afhendi ábyrgðaraðila upplýsingar/gögn sem eru persónugreinanleg vegna t.d. ástands hins leigða eða annarra atriða þá sé ábyrgðaraðila heimilt að vinna, geyma, flokka o.fl. í samræmi við ofangreint til að geta brugðist við erindinu sem berst frá umsækjanda.

Umsækjandi samþykkir að með því að sækja um íbúð/íbúðir til útleigu hjá ábyrgðaraðila sé um að ræða óþvingaða, sértæka, upplýsta og ótvíræða viljayfirlýsingu umsækjanda um að hann samþykki með því heimild ábyrgðaraðila til að safna og vinna persónuupplýsingar um sig.

Til að samþykkja skilmálana þarf notandi að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.